Markaðsverkefni um íslenska hestinn


Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu.

Verkefninu var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda.  Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starfsemi og samstarfaðilar í Íslandshestamennsku um allan heim eru velkomnir, enda er um alþjóðlegt verkefni að ræða. Þátttakendur í verkefninu eru fyrirtæki, samtök og félög, þ.m.t. FHB, LH og íslenska ríkið.  Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins.

Allir sem að verkefninu koma taka þátt í að móta áherslur og markaðsaðgerðir og þeir eru kynntir á 

vefsíðu verkefnisins

 og í miðlum þess út á við. Stjórnvöld á Íslandi leggja verkefninu til 25 milljónir króna árlega í fjögur árlega gegn sama framlagi aðila í hestatengdri starfsemi. Verkefnið hefur nýlega verið 

framlengt

til loka desember 2025.

Horses of Iceland leitar nú að nýjum samstarfsaðilum fyrir tímabilið 2022 - 2025.

Berglind Margo Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, veitir jafnframt allar frekari upplýsingar um verkefnið í gegnum tölvupóst, 

berglind@horsesoficeland.is

 eða í síma 511-4000.

Um verkefnið Horses of Iceland