Icelandic horse festival

Partur af íslenskri sögu

Saga íslenska hestsins er samofin sögu þjóðarinnar. Þarfasti þjónninn á sína kafla í Íslendingasögunum. Sögur af hestum hafa verið sagðar á öllum tímum, um hann hafa kvæði verið ort og samin lög og hann hefur þjónað nauðsynlegu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar. „Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund“ orti Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar sem lýsir á einstakan hátt sambandi manns og hests.

Hlutverk hestsins á 21. öldinni er að sjálfsögðu annað en það var fyrr á öldum. Hesturinn skipar þó enn mikilvægan sess í lífi Íslendinga. Hann opnar fólki dyr að ævintýraheimi. Reiðhesturinn sameinar hópa fólks þar sem vinátta og gleði eru í fyrirrúmi. Hesturinn gerir reiðmanninum kleift að upplifa náttúruna á nýjan hátt og stuðlar að útivist og samveru með vinum. Þetta nýja hlutverk dregur fram einstaka eiginleika hestsins, m.a. þýðan ganginn. Sögu hans er haldið hátt á lofti og með bættri aðferð geta hrossin átt langa og góða ævi. Þannig verður til náið samband manns og hests sem er grunnurinn að vinsældum hans um allan heim.

Samfélagið og sagan