Mynd: Christiane Slawik

Hluti af íslenskri náttúru

Ísland er einstakt land með fjölmörgum virkum eldstöðvum, hraunbreiðum, kraftmiklum fossum, jöklum, fjöllum og eyðisöndum sem allt er rammað inn af mikilfenglegri strandlínu, svörtum fjörum og klettabeltum. 

Landið er harðbýlt, stórbrotið og fagurt, rétt eins og hesturinn sjálfur. Íslenski hesturinn gerir fólki kleift að upplifa landið á einstakan og töfrandi hátt.

rich-text-image

Mynd: Gigja Einars Photography

Nálægð við náttúruna

Ferðalag um íslenska náttúru á öflugum, fótvissum hesti er engu líkt og fáir ef einhverir ferðamátar bjóða upp á svo mikla nánd við náttúruna. Reiðgötur á Íslandi eru verndaðar með lögum og því hægt að ferðast þvert yfir landið þótt farið sé um einkaland. Fá önnur lönd í heiminum geta boðið upp á hestaferðir þar sem stóðið er rekið um einstaka náttúru í marga daga eða vikur, jafnvel án þess að komið sé á þjóðveg.

Þessi upplifun gefur reiðmanninum einstaka tilfinningu, frið, frelsi og sameiningu við alheiminn sem erfitt er að öðlast á annan hátt. Íslenski hesturinn er holdgervingur íslenskrar náttúru: sannur, kraftmikill og frjáls. Íslenski hesturinn færir þig nær náttúrunni.

Reiðleiðir um Ísland er hægt að sjá

hér

REKSTUR Á AFRÉTTI, LEITIR OG RÉTTIR

Á Norðurlandi eru hrossastóð rekin á afrétti á sumrin. Þar dvelja þau í þrjá mánuði, njóta frelsisins í villtri náttúrunni og sjá um sig sjálf. Tilgangurinn er að hlífa beitarlandinu í sveitunum, en einnig að styrkja dýrin og efla heilbrigði þeirra, andlegt og líkamlegt. Það hefur sýnt sig að sumardvölin á afréttinum hefur sérstaklega góð áhrif á andlegan þroska folalda og unghrossa.

rich-text-image

Photo: Gigja Einars Photography

Í september og byrjun október ríða bændur í átt til fjalla í leit að stóðinu og koma því til byggða. Leitirnar geta tekið nokkra daga. Síðasta daginn eru hrossin rekin þann stutta spöl sem eftir er í hólf við réttina og síðan hefjast réttarstörfin. Þá eru hrossin rekin inn í réttina í litlum hópum, bændurnir finna hestana sem tilheyra þeim og reka þau í rétta dilka.

Um 20 stóðréttir eru haldnar á Norðurlandi ár hvert. Nákvæm dagsetning er auglýst í Bændablaðinu (

bbl.is

) með nokkrum fyrirvara. Þessir viðburðir eru mjög vinsælir meðal ferðamanna, innlendra sem erlendra. Í stærstu og þekktustu réttunum, Laufskálaréttum, eru um 500 hross og 2000–3000 manns!

Það er sannarlega mögnuð sjón að sjá hundruði lausra hrossa koma hlaupandi niður hlíðina. Síðan taka lífleg réttarstörfin við, bændur syngja raddaða ættjarðarsöngva og gleðin er við völd. Þetta er sannkölluð íslensk sveitahátíð og hápunktur ársins fyrir heimamönnum.

Íslenski hesturinn á Íslandi