Hluti af íslenskri náttúru

Ísland er einstakt land með fjölmörgum virkum eldstöðvum, hraunbreiðum, kraftmiklum fossum, jöklum, fjöllum og eyðisöndum sem allt er rammað inn af mikilfenglegri strandlínu, svörtum fjörum og klettabeltum. 

nálægð við náttúruna

Landið er harðbýlt, stórbrotið og fagurt, rétt eins og hesturinn sjálfur. Íslenski hesturinn gerir fólki kleift að upplifa landið á einstakan og töfrandi hátt.

Ferðalag um íslenska náttúru á öflugum, fótvissum hesti er engu líkt og fáir ef einhverir ferðamátar bjóða upp á svo mikla nánd við náttúruna. Reiðgötur á Íslandi eru verndaðar með lögum og því hægt að ferðast þvert yfir landið þótt farið sé um einkaland. Fá önnur lönd í heiminum geta boðið upp á hestaferðir þar sem stóðið er rekið um einstaka náttúru í marga daga eða vikur, jafnvel án þess að komið sé á þjóðveg.

Þessi upplifun gefur reiðmanninum einstaka tilfinningu, frið, frelsi og sameiningu við alheiminn sem erfitt er að öðlast á annan hátt. Íslenski hesturinn er holdgervingur íslenskrar náttúru: sannur, kraftmikill og frjáls. Íslenski hesturinn færir þig nær náttúrunni.

Reiðleiðir um Ísland er hægt að sjá hér