Horses of Iceland er verkefni sem stendur vörð um varðveislu og velferð íslenska hrossastofnsins. Við mótmælum dýraníð harðlega í allri sinni mynd og fordæmum þær aðferðir sem eru notaðar í umræddu myndbandi.

Eins sorgleg og sú mynd sem dregin er upp af illri meðferð á hrossum í myndbandinu, trúum við því að birting þessa efnis muni leiða til ítarlegrar rannsóknar af hálfu Matvælastofnunar og erum þess fullviss að hún hefur þau áhrif að gagngerar breytingar verði þegar í stað á aðbúnaði og meðferð hrossanna.

Deila: