Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. – 10. júlí. Dagskráin verður fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Formlegri dagskrá á Landsmótssvæðinu lýkur laugardagskvöldið 9. júlí og því er sunnudagurinn 10. júli helgaður ræktendum íslenska hestins.

Hrossaræktendur á Suðurlandi munu hafa opin hús og bjóða áhugasömum hestamönnum heim. Þannig gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemi, ræktun og ræktunarmarkmið hinna ýmsu ræktenda, auk þess sem ræktendur fá að hitta hestamenn og eiga gott spjall um hinar ýmsu hliðar hestamennskunnar.

Horses of Iceland mun kynna á vefmiðlum sínum og á Landsmóti, öll þau bú sem munu opna hús sín fyrir gestum og gangandi þennan sunnudag í júlí. Fylgist því vel með fréttum um málið og kynnið ykkur búin sem munu taka þátt í þessum skemmtilega degi.

Hver vill ekki hitta stjörnur Landsmóts á þeirra heimavelli og fá tækifæri til að hitta ræktendur í fremstu röð?

Þessir hrossaræktendur á Suðurlandi bjóða þig velkomin(n).

Við munum kynna samstarsaðila Horses of Iceland sérstaklega á samfélagsmiðlunum - fylgist með!

Deila: