Íslenski hesturinn er náttúra Íslands holdi klædd; einstakur, óspjallaður og ósvikinn.

Íslenski hesturinn er laus við alla tilgerð en að sama skapi gríðarlega kraftmikill, heillandi og fjölhæfur. Aldagamalt hlutverk íslenska hestsins sem þarfasta þjónsins hefur vikið fyrir tækninýjungum en hlutverk hans í dag er ekki síður mikilvægt. Íslenski hesturinn opnar fyrir okkur stórbrotinn ævintýraheim. Sem reiðhestur sinnir íslenski hesturinn því hlutverki að veita okkur aðgang að samfélagi fólks þar sem vinátta, félagsskapur og lífsgleði er öðru mikilvægara og sem reiðhestur sinnir íslenski hesturinn því hlutverki enn fremur að tengja hestamenn nánar við náttúruna. Hlutverk sem hæfir hans upprunalegu eiginleikum og eðli fullkomlega.

Sjá fleiri myndir